Sumarhúsið brann til grunna

Frá störfum slökkviliðs við Þingvallavatn.
Frá störfum slökkviliðs við Þingvallavatn. Ljósmynd/Aðsend

„Það er búið að slökkva allan eld og það er verið að slökkva í glæðum í stærra húsinu,“ segir Pét­ur Pét­urs­son, slökkviliðsstjóri í Árnes­sýslu. Eldur kom upp í stóru sumarhúsi og öðru minna við hlið þess, Grafningsmegin við Þingvallavatn, í hádeginu. Bæði húsin eru brunnin til grunna.

Pétur segir að búið sé að slökkva alla gróðurelda og allar glæður í minna húsinu. Slökkviliðsmenn telja sig vera búna að útiloka frekari hættu á útbreiðslu gróðurelda.

Slökkviliðsstjórinn segir að slökkvistarf hafi gengið vel þó það hafi valdið smá töfum þegar saga þurfti niður há tré til að koma slökkvibílum að. „Síðan var vatni dælt úr Þingvallavatni og það gekk allt saman mjög greiðlega fyrir sig,“ segir Pétur.

Eins og áður kom fram er ekki talið að nokkur hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp. Önnur hús í nágrenni brunans voru ekki í hættu. „Hús í um 30 metra fjarlægð hefði getað verið í hættu ef gróðureldar hefðu breiðst út. Það tókst að stoppa það allt saman.“

Ekki er hægt segja til um eldsupptök á þessari stundu en lögreglan á Suðurlandi mun rannsaka málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert