Aukið eftirlit í Garðabæ vegna árása

mbl.is/Þórður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar tvö tilvik þar sem tilkynnt var að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. Lögregla útilokar ekki að um sé að ræða tengsl á milli atvikanna og þeirra sem áður hafa verið tilkynnt í bænum.

Lögreglan segir í tilkynningu, að unnið sé að rannsókn málsins auk þess sem eftirlit í bænum hafi verið aukið. Ekki verður hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu.

Lögregla biður þá sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um þessi atvik að hafa samband í síma 444-1000, með því að senda póst á abendingar@lrh.is eða með því að senda einkaskilaboð á Facebook-síðu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert