Lögreglunni á Austurlandi barst fyrir skömmu tilkynning um grunsamlegan aðila, sem var að banka á dyr í Neskaupstað. Lögregla segir í tilkynningu á Facebook-síðu sinni að allt atferli mannsins sé mjög í samræmi við aðila sem hafi farið inn í hús víðs vegar á landinu og stolið verðmætum.
Lögregla biðlar til íbúa á svæðinu að hafa augun hjá sér og láta lögreglu strax vita ef vart verður við grunsamlegar mannaferðir.