Krefur verkkaupann um milljarða

Gangamunni Vaðlaheiðarganga Eyjafjarðarmegin.
Gangamunni Vaðlaheiðarganga Eyjafjarðarmegin. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fjármögnun Vaðlaheiðarganga kann að koma til kasta Alþingis í þriðja sinn á næsta þingi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, því verktakinn, Ósafl, dótturfélag ÍAV, hefur gert háar fjárkröfur á verkkaupann, Vaðlaheiðargöng hf., vegna þess hversu verklok hafa dregist.

Ríkissjóður veitti 8,7 milljarða framkvæmdalán til verksins árið 2012 og Alþingi veitti ríkissjóði einnig heimild til að veita allt að 4,7 milljarða viðbótarlán í fyrravor til félagsins Vaðlaheiðarganga hf., sem stendur að framkvæmdinni, en þá stóðu vonir til þess að þeir fjármunir nægðu til þess að ljúka gangagerðinni.

Ósafl hefur samhliða verktöku sinni barist fyrir því að verkkaupinn greiddi því bætur vegna þeirra tafa sem orðið hafa á verklokum, m.a. vegna þess að vélar Ósafls og tæki hafi staðið hálfu öðru ári lengur fyrir norðan en þau áttu að gera og hafi því ekki nýst verktakanum í önnur verk. Af því hafi hlotist mikill kostnaður, bæði beinn og afleiddur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka