Þyrfti lagabreytingu fyrir skýstrókana

Skýstrókarnir ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu síðasta föstudag.
Skýstrókarnir ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu síðasta föstudag. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing Íslands (NTÍ) nær yfir tjón sem verður af völd­um eld­gosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatns­flóða og er bundið lög­um um stofn­un­ina. Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri NTÍ, seg­ir ástæðu þess að trygg­ing­in taki ekki einnig til skýstróka líkt og fóru yfir bæ­inn Norður­hjá­leigu á föstu­dag vera þá að fok­trygg­ing standi til boða hjá trygg­inga­fé­lög­un­um sem nær yfir slíka at­b­urði.

„Við erum í raun að dekka þau tjón sem vá­trygg­inga­fé­lög­in hafa ekki haft í sínu vöru­fram­boði af því að það er hvorki fjár­hags- né sam­fé­lags­lega hag­kvæmt að hvert fé­lag sé að sýsla með þessi tjón fyr­ir sig,“ seg­ir Hulda.

Hafa spáð í myglu, veggjatítl­ur og skógar­elda

Spurð hvort ekki megi telja skýstrók­ana og tjónið sem þeir ollu sem viss­ar nátt­úru­ham­far­ir, en stór jeppi með kerru þeytt­ist út í skurð, þak­plöt­ur fuku fleiri hundruð metra og girðing­ar lögðust á hliðina, seg­ir Hulda svo vissu­lega vera. „Þetta er samt líka mjög snarp­ur og af­markaður vind­ur og flokk­ast þess vegna und­ir þess­ar fok­trygg­ing­ar,“ seg­ir hún.

Laga­breyt­ing­ar þyrfti við ef nátt­úru­ham­fara­trygg­ing ætti einnig að taka til tjóns af völd­um skýstróks.

Hulda seg­ir ýms­ar nefnd­ir hafa end­ur­skoðað lög­in á þeim átta árum sem hún hef­ur verið hjá NTÍ og þær hafi margskoðað hvort nátt­úru­ham­fara­trygg­ing eigi að taka til fleiri þátta. Þannig hafi m.a. verið skoðað hvort trygg­ing­in eigi einnig að taka til myglu, veggjatítla og skógar­elda. Eng­ar slík­ar breyt­ing­ar hafa þó verið gerðar.

Kortið sýnir þá staði á landinu þar sem náttúruhamfarir, sem …
Kortið sýn­ir þá staði á land­inu þar sem nátt­úru­ham­far­ir, sem falla und­ir Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands, urðu á ára­bil­inu 1987-2017. Kort/​NTI

„Fólk þarf líka að vera til­búið að borga iðgjald fyr­ir áhætt­urn­ar sem bætt er inn, vegna þess að ef að það koma ekki iðgjöld fyr­ir áhætt­unni þá geng­ur trygg­inga­stærðfræðin ekki upp,“ seg­ir hún. Áhætt­an þurfi að vera nægi­lega mik­il til að hún sé rétt­læt­an­leg sem hluti af skyldu­trygg­ingu. „Því það er al­menn­ing­ur sem borg­ar trygg­ing­una.“

„Eins og þetta er í dag, þá stend­ur iðgjaldið und­ir þeirri vá­trygg­ing­ar­vernd sem nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­in tek­ur til,“ seg­ir Hulda, en iðgjald nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar er inn­heimt sam­fara lög­bund­inni bruna­trygg­ingu.

Kem­ur í bylgj­um

Spurð hvort NTÍ greiði háar tjóns­upp­hæðir ár­lega seg­ir hún svo ekki vera. „Þetta kem­ur í bylgj­um.“ 4-6 tjónsat­b­urðir á ári falli þó að jafnaði und­ir NTÍ. Þegar tjóna­saga NTÍ er skoðuð sést líka að upp­hæðirn­ar virðast al­mennt lág­ar og standa árin 1995 vegna snjóflóðanna á Súðavík og Flat­eyri, 1996 vegna jök­ul­hlaupa og árin 2000 og 2008,  er Suður­lands­skjálft­arn­ir riðu yfir, þannig áber­andi upp úr kostnaðargrafi. 

Al­gengt er að vatns­flóð séu or­sök minni tjónsat­b­urða, annarra en jarðskjálfta og eld­gosa. „Við köll­um þetta friðar­tíma, sem eru á milli stóru at­b­urðanna sem eru kannski á 10-20 ára fresti,“ seg­ir Hulda. „Við erum með 50-150 tjóna­mál eig­in­lega öll ár og þannig voru vatns­flóðin sem voru t.d. í Hvítá þar sem flæddi inn í sum­ar­bú­staði í mars, tjón sem féllu und­ir okk­ur.“

Flóð í Hvítá. Vatnsflóðin sem voru í Hvítá er flæddi …
Flóð í Hvítá. Vatns­flóðin sem voru í Hvítá er flæddi inn í sum­ar­bú­staði í mars á síðasta ári féllu und­ir Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands. Mynd­in er úr safni. mbl.is//​Helgi Bjarna­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert