Úttekt á 82 smávirkjunum

Margir lækir á Norðurlandi vestra eru taldir vænlegir til virkjunar.
Margir lækir á Norðurlandi vestra eru taldir vænlegir til virkjunar. mbl.is/Árni Sæberg

Skoðaðir hafa verið 82 staðir á Norður­landi vestra þar sem til greina kem­ur að koma upp smá­um vatns­afls­virkj­un­um. Frumút­tekt­in nær til svæðis­ins frá Hrútaf­irði og í Skaga­fjörð.

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Norður­landi eystra fékk verk­fræðistof­una Mann­vit til að gera út­tekt­ina og verður niðurstaðan kynnt á fundi á Blönduósi næst­kom­andi fimmtu­dag, 30. ág­úst.

Unn­ur Val­borg Hilm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SSNV, seg­ir að ekki hafi verið farið djúpt í hvert verk­efni en þau flokkuð eft­ir lík­legri hag­kvæmni. „Það er sí­vax­andi áhugi hjá bænd­um á að nýta virkj­ana­kosti í ám og lækj­um á jörðum þeirra. Það er síðan hvers land­eig­anda fyr­ir sig að ákveða um fram­haldið,“ seg­ir Unn­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert