600 hreindýr felld af 1.450 dýra kvóta

Hreindýr á beit.
Hreindýr á beit. mbl.is/Eggert

Alls hafa um 600 hrein­dýr verið felld á Aust­ur­landi af þeim 1.450 dýra veiðikvóta sem um­hverf­is­ráðherra gaf út í árs­byrj­un að fengn­um til­lög­um frá Um­hverf­is­stofn­un.

Talið er ólík­legt að kvót­inn verði full­nýtt­ur að óbreyttu og minn­ir Um­hverf­is­stofn­un veiðimenn á að nýta út­hlutuð veiðileyfi, að því er seg­ir á Face­book-síðu stofn­un­ar­inn­ar.

Heim­ilt er að veiða 1.061 kú og 389 tarfa. Veiðin skipt­ist milli níu veiðisvæða og er veiðitími tarfa til og með 15. sept­em­ber.

Veiðitími kúa er til og með 20. sept­em­ber og fer því að stytt­ast í veiðitíma­bil­inu.

Vet­urgaml­ir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfa­veiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheim­ilt er að veiða kálfa.

Á svæði 8 verður heim­ilt að veiða 40 kýr í nóv­em­ber á tíma­bil­inu frá 1. til 20. Það val fer fram í um­sókn­ar­ferl­inu sjálfu.

Eng­inn veiðimaður staðinn að ólög­legri veiði

Fram kem­ur á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar að eft­ir­lits­menn hafi fylgst með veiðimönn­um og stöðvað 28 þeirra í fylgd 12 leiðsögu­manna.

All­ir veiðimenn­irn­ir sem lentu í skoðunar­úr­tak­inu höfðu meðferðis leyf­is­bréf og merki. All­ir höfðu merkt fellt dýr með plast­merki utan tveggja sem voru merkt á staðnum.

Einn hafði gleymt skot­vopna­leyfi í öðrum bíl og einn gleymt sínu leyfi heima. Ekki eru sér­stök viður­lög við því en lög­regla hef­ur heim­ild­ir til að stöðva veiðar þeirra sem ekki eru með leyfið til­tækt.

Í heild­ina var því eng­inn staðinn að ólög­legri veiði. Að sögn eft­ir­lits­manns voru leiðsögu­menn og veiðimenn al­mennt mjög kurt­eis­ir og já­kvæðir gagn­vart eft­ir­lit­inu.

Í árs­skýrslu Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir árið 2017 kem­ur fram að árið 2016 sættu 103 veiðimenn sem felldu dýr eft­ir­liti. 82% þeirra fengu eng­ar at­huga­semd­ir frá eft­ir­liti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert