Misnotkun ADHD-lyfja varasöm

Lyfið Adderallall er notað við ADHD. Það er lítið notað …
Lyfið Adderallall er notað við ADHD. Það er lítið notað hér á landi en er náskylt lyfjunum Concerta og Rítalín sem eru í talsverðri notkun hér.

ADHD-lyf geta haft neikvæð áhrif á frammistöðu þeirra sem ekki eru með ADHD. Samfélagið samþykkir taugaörvandi efni til þess að ná árangri í námi og starfi. Góð næring, nægur svefn og hæfileg hreyfing gerir meira gagn, segir í frétt Morgunblaðsins um klíniska rannsókn á notkun ofvirknislyfi.

Klínísk rannsókn á notkun bandarískra háskólanema á ofvirknilyfinu Adderall sem er lítið notað á Íslandi og er náskylt lyfjunum Concerta og Rítalín, metýlfenídati sem ætlað er einstaklingum með ADHD, leiddi í ljós að þeir sem ekki eru með ADHD-greiningu virðast ekki ná bættum námsárangri með notkun á Adderall.

„Inntaka lyfsins viðist jafnvel hafa neikvæð áhrif á frammistöðu þeirra sem ekki eru með ADHD,“ segir Bergljót Gyða Guðmundsdóttir, doktor í sálfræði um rannsókn sem hún gerði ásamt sex öðrum vísindamönnum frá University of Rhode Island og Brown University í Rhode Island-ríki í Bandaríkjunum.

Skýrt er frá niðurstöðum hennar í grein í vísindatímaritinu Pharmacy í júlí síðastliðnum. „Niðurstöðunum verður að taka með þeim fyrirvara að um frumrannsókn er að ræða og þátttakendur fáir,“ segir Gyða í umfjöllun um rannsóknina í Morgunblaðinu í dag.

„Niðurstaða rannsóknarinnar var í stuttu máli sú að áhrifin voru mismunandi og ekki að öllu leyti þau sem búist hafði verið við. Þegar lyfin voru tekin hækkaði blóðþrýstingur og hjartsláttur jókst, líkt og búist var við. Þátttakendur fundu fyrir aukinni ánægjutilfinningu og þeim leið frekar eins og þeir væru „hátt uppi“, (e. feeling high) þegar þeir fengu Adderall samanborðið við lyfleysu. Skammtíma- eða vinnsluminni hrakaði hins vegar undir áhrifum lyfjanna samanborið við lyfleysu. Ekki var sjáanlegur munur á lestrarfærni eða langtímaminni þátttakenda. Jafnframt hrakaði sjálfsmati þeirra á eigin hugarstarfi, athygli, skipulagningu, tímastjórnun og þess háttar. Athygli virtist hins vegar fara lítillega fram undir áhrifum lyfjanna miðað við lyfleysu,“ segir Gyða. Hún segir það þekkt að háskólanemendur í Bandaríkjunum og víðar um heim misnoti örvandi lyfseðilsskyld lyf til þess að bæta árangur í námi og noti auk þess örvandi efni, svo sem koffín og orkudrykki, til þess að geta haldið betur athygli, vakað lengur og nýtt meiri tíma í lærdóm. Margir noti þau einnig sér til afþreyingar til að hafa meira úthald þegar farið sé út að skemmta sér, oft í bland við önnur efni, s.s. áfengi og/eða tóbak. Rannsóknir bendi til þess að háskólanemar sem misnoti lyfin telji að inntaka þeirra sé hjálpleg, auki úthald, minni og athygli og leiði þar með til aukins námsárangurs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert