Veðurfræðingar í vettvangskönnun

Skýstrókur gengur yfir bæinn Norðurhjáleigu.
Skýstrókur gengur yfir bæinn Norðurhjáleigu.

„Við vorum að reyna að átta okkur á krafti og stærð skýstrókanna,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem heimsótti Norðurhjáleigu í gær ásamt veðurfræðingnum Guðrúnu Nínu Petersen.

Þær ræddu við ábúendur þar, sem urðu fyrir því óláni á föstudagað þrír skýstrókar gengu yfir býlið þeirra og skildu eftir sig talsverðar skemmdir, en einnig ræddu þær við nágranna þeirra, bændur á Þykkvabæjarklaustri, sem urðu vitni að atburðinum, og náðu m.a. mynd af einum skýstróknum.

Kristbjörg Hilmarsdóttir, bóndi á Kirkjubæjarklaustri, segir í Morgunblaðinu í dag að fyrri tveir strókarnir hefðu verið „ósýnilegir,“ en sá síðasti fór yfir vatn og var því hvítur að sjá af rakanum og sést greinilega á myndinni með fréttinni, en hinir tveir hefðu virst meira eins og „hillingar eða ókyrrð“ í loftinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert