Vill þrjá milljarða en býðst einn

Vatnsklæðning sett upp í Vaðlaheiðargöngunum í sumar.
Vatnsklæðning sett upp í Vaðlaheiðargöngunum í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ósafl hf. krefur Vaðlaheiðargöng hf. um rúma þrjá milljarða í ýmiss konar bætur vegna tafa á verklokum ganganna. Stærsta krafan hljóðar upp á rúma tvo milljarða vegna heitavatnslekans.

Vaðlaheiðargöng eru tilbúin að bæta Ósafli tjón vegna tafa um allt að einn milljarð króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er talið ólíklegt að félögin nái samkomulagi um hvernig bótagreiðslum verði háttað og því sé allt eins líklegt að ágreiningurinn komi til kasta dómstólanna.

Þá kveðst Morgunblaðið hafa upplýsingar um að pólitískur ágreiningur sé bæði í stjórnkerfinu og á Alþingi um hvort ríkið eigi að veita Vaðlaheiðargöngum enn eitt lánið, a.m.k. upp á þrjá milljarða króna. Ákveðnir stjórnarliðar og þingmenn vilja fremur að félagið fari í þrot og ríkið taki við rekstrinum.

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, beitti sér fyrir því sem ráðherra að félagið fengi 4,7 milljarða lán í fyrra. Hann segir í Morgunblaðinu að hann hefði á sínum tíma, þegar hann lagði til lánveitinguna, talið að hún myndi nægja til þess að tryggja verklok við göngin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert