„Gistiheimili“ í brottfararsal Leifsstöðvar

Gistiheimili í Leifsstöð.
Gistiheimili í Leifsstöð. Ljósmynd/Gils Jóhansson

„Það er mjög ein­kenni­legt að sjá þetta,“ seg­ir Gils Jó­hanns­son sem var mis­boðið vegna fjölda sof­andi ferðafólks í Leifs­stöð þegar hann kom til lands­ins eft­ir ut­an­lands­ferð seint í gær­kvöldi. „Þetta á ekki að vera gisti­heim­ili,“ seg­ir Gils í sam­tali við mbl.is, en hann sagði frá reynslu sinni á Face­book og deildi mynd­um.

Á ljós­mynd­un­um sést fjöldi ferðafólks, sumt í svefn­pok­um, sem lagst hafði til svefns í brott­far­ar­sal Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Gils seg­ist hafa talið á ann­an tug fólks sem svaf þar á gólf­inu, en þegar hann ræddi við starfs­mann sagði sá að ástandið væri ekki svo slæmt.

Nær­föt sem lögð höfðu verið til þerr­is á ofn vöktu sér­staka at­hygli Gils, en í sam­tali við mbl.is seg­ir hann mögu­legt að um sund­fatnað hafi verið að ræða, en það sé al­veg sama hvort held­ur væri.

Þessir ferðamenn höfðu lagt nærföt sín eða sundföt til þerris.
Þess­ir ferðamenn höfðu lagt nær­föt sín eða sund­föt til þerr­is. Ljós­mynd/​Gils Jó­hans­son

Fjöl­miðlafull­trúi Isa­via, Guðjón Helga­son, seg­ir að sam­kvæmt hús­regl­um flug­stöðvar­inn­ar sé fólki bannað að búa sér þar náttstað. Unnið sé út frá því að koma öll­um á fæt­ur áður en inn­rit­un í fyrstu flug hefst á milli kl. 3 og 3:30.

„Þá er gest­um bent á að heppi­legra sé að kynna sér aðra gisti­mögu­leika í ná­grenn­inu. Það er erfitt viður­eign­ar að koma al­farið í veg fyr­ir að farþegar gisti í flug­stöðvum og er þetta vel þekkt viðfangs­efni á flug­völl­um víða um heim. Rétt er þó að geta þess að minna hef­ur verið um þetta í sum­ar sam­an­borið við síðustu ár.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert