Minnka þjónustu en hækka verð

Félags atvinnurekenda segja Íslandspóst hækka póstburðargjöldin og draga á sama …
Félags atvinnurekenda segja Íslandspóst hækka póstburðargjöldin og draga á sama tíma úr þjónustu. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandspóstur hefur farið fram á 8% hækkun á gjaldskrá sinni. Í febrúar síðastliðnum fékk fyrirtækið heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til að draga úr útburðarþjónustu sinni. Í kjölfarið fækkaði dreifingardögum í þéttbýli um helming.

Ákvörðunin kvað hins vegar einnig á um það að Íslandspóstur skyldi endurskoða gjaldskrá fyrirtækisins fyrir 1. júní 2018. Erindi frá fyrirtækinu barst 22. júní þar sem farið er fram á hækkunina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gagnrýnir fyrirtækið og segir ýmislegt benda til þess að rekstur þess standist ekki lög. „Við höfum lengi gagnrýnt Íslandspóst fyrir að sýna ekki fram á það með óyggjandi hætti að ekki sé verið að nota hagnað af einkarekstrarþjónustunni til þess að niðurgreiða samkeppnisrekstur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert