Virkjun í Vatnsdalsá í Vatnsdal og Skarðsá í Skagafirði eru hagkvæmustu virkjunarkostirnir á Norðurlandi vestra af alls 82 kostum.
Þetta er niðurstaða verkfræðistofunnar Mannvits sem gerði frumkönnun á virkjunarkostum fyrir Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og kynnt var á fundi á Blönduósi í gær.
Þessir tveir kostir eru ákaflega ólíkir að stærð, Vatnsdalsá sá stærsti sem kannaður var en Skarðsá í minni kantinum. Báðir eru þeir á verndarsvæði, Vatnsdalsá er til dæmis kunn laxveiðiá.
Enginn virkjunarkostur var í efsta hagkvæmniflokki en níu samtals í öðrum og þriðja. Aftur á móti var 31 kostur í sjöunda og lakasta hagkvæmniflokki, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinnu í dag.