Plastlaus september ekki alveg plastlaus

Einnota hnífapör hafa víðtæk umhverfisáhrif.
Einnota hnífapör hafa víðtæk umhverfisáhrif. AFP

„All­ir finna hvað hent­ar þeim. Það er veg­ferð að fara af stað í þetta, það er hægt að taka eitt skref til að byrja með og finna svo leiðir til þess að taka fleiri,“ seg­ir Jó­hanna Gísla­dótt­ir, formaður átaks­ins Plast­lauss sept­em­ber sem hrundið verður af stað í annað sinn á morg­un. „Það er áskor­un að hugsa út fyr­ir kass­ann.“

Plast­laus sept­em­ber varð til á vor­mánuðum síðasta árs þegar um­hverf­is­meðvitaðar ná­granna­kon­ur í 108 Reykja­vík fengu hug­mynd­ina frá ástr­alska átak­inu Plastic Free July. Þeim fannst júlí ekki henta Íslend­ing­um vel, enda væru þá mikið um sum­ar­frí og fólk ekki í rútínu, en ákváðu að hóa sam­an í hóp til að hrinda af stað Plast­laus­um sept­em­ber með skömm­um fyr­ir­vara.

„Átakið gekk von­um fram­ar,“ seg­ir Jó­hanna, en síðan í fyrra hef­ur bæst í hóp skipu­leggj­enda, auk þess sem aðrar hafa dottið út vegna anna. Alls eru þær fjór­tán sem standa að átak­inu þetta árið, og um er að ræða al­gera grasrót­ar­starf­semi sem keyrð er áfram af sjálf­boðaliðum.

Ost­ur, skinka og Cheer­i­os í plasti

Jó­hanna seg­ir það mis­jafnt hvað henti hverj­um og ein­um, og að Plast­laus sept­em­ber snú­ist alls ekki um að vera al­veg laus við allt plast. „Ég er formaður fyr­ir Plast­laus­an sept­em­ber og ég er ekki al­veg plast­laus. Það eru allskon­ar skref sem við fjöl­skyld­an höf­um tekið en við kaup­um enn ein­staka skinku­bréf, ost­ur­inn okk­ar kem­ur í plasti og við kaup­um Cheer­i­os og það er plast­poki utan um það.“

Að hætta notkun á plaströrum er gott fyrsta skref í …
Að hætta notk­un á plaströr­um er gott fyrsta skref í Plast­laus­um sept­em­ber. AFP

„Með þessu átaki erum við að reyna að fá fólk til þess að hugsa aðeins um umbúðir, sér­stak­lega plast, og hvort þau þurfi þær eða hvort það sé önn­ur leið. Við vilj­um að fólk sé vak­andi yfir því hvað það not­ar mikið plast í hvers­dags­líf­inu og hvort það geti minnkað það,“ út­skýr­ir Jó­hanna. „Það er eng­inn að ætl­ast til þess að fólk fari ‚all in´.“

Jó­hanna seg­ir mörg flott átök hafa sprottið upp á und­an­förn­um árum sem snú­ist um að hreinsa plast og annað rusl úr um­hverf­inu. „Það er fullt af flott­um hlut­um að ger­ast á þeim enda, þegar ruslið er orðið að vanda­máli, en við vilj­um koma inn með þá hug­sjón hvernig sé hægt að láta minna plast kom­ast í um­ferð til að byrja með.“

Markaður með plast­laus­ar vör­ur í ráðhús­inu

Opn­un­ar­hátíð Plast­lauss sept­em­ber fer fram á morg­un, laug­ar­dag, og hefst hún klukk­an 12 í Ráðhúsi Reykja­vík­ur. Þar verður bæði hægt að kaupa plast­laus­ar vör­ur á markaði og fræðast um hin ýmsu mál­efni tengd plasti. Klukk­an 13 hefjast er­indi og mun Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra setja hátíðina. Nán­ar má lesa sér til um opn­un­ar­hátíðina hér.

Margnota drykkjarflöskur eru mun umhverfisvænni en þær einnota.
Marg­nota drykkjar­flösk­ur eru mun um­hverf­i­s­vænni en þær einnota. AFP

Á heimasíðu Plast­lauss sept­em­ber má finna ýmis ráð og hug­mynd­ir tengd­ar því hvernig megi minnka plast­notk­un. Fyr­ir Jó­hönnu snýst þetta fyrst og fremst um að und­ir­búa hvern dag. „Að vera með poka til­bú­inn ef þú ert að fara í mat­vöru­búð, fara með fjöl­nota málið ef þú ert að fara á Boozt-bar­inn, muna eft­ir fjöl­nota kaffi­boll­an­um og vera á tán­um, afþakka þegar þú pant­ar vör­una, að þú ætl­ir ekki að fá rörið eða lokið á kaffi­boll­ann.“

Jó­hanna seg­ir þetta allt skipta máli í stóra sam­heng­inu. „Íslend­ing­ar nota 70 millj­ón plast­poka á ári sem eru um 200 plast­pok­ar á mann. Ég og mín fjöl­skylda höf­um eig­in­lega al­veg hætt notk­un plast­poka og bara vegna þessu eru fleiri hundruð plast­poka sem ekki hafa farið í notk­un. Í stóra sam­heng­inu er þetta að hafa áhrif. Ekki halda að þetta sé eitt­hvað sem skipt­ir ekki máli, að þetta hafi ekki áhrif, það er alls ekki þannig.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert