Rúntað í 50 ára strætisvagni

Hörður Gíslason var aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó um hríð.
Hörður Gíslason var aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó um hríð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hörður Gísla­son, sem hef­ur starfað hjá Strætó í hart­nær 46 ár, seg­ir Hlemm hafa tekið mikl­um breyt­ing­um í gegn­um tíðina. „Þetta var meiri­hátt­ar skiptistöð á þeim tíma þegar húsið var byggt, 1978. Fyrst og fremst var því ætlað að vera at­hvarf fyr­ir farþega og síðan var strax sett upp þjón­usta. Það voru sölu­bás­ar, blóma­búð og mynda­kass­ar svo eitt­hvað sé nefnt.“

Í dag fagn­ar Hlemm­ur 40 ára af­mæli og af því til­efni fór fram dag­skrá til heiðurs bygg­ing­ar­inn­ar, sem hönnuð var af Gunn­ari Hans­syni. Að loknu ávarpi Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra var af­mæl­is­gest­um boðið í bíltúr í göml­um stræt­is­vagni.

Hörður Gísla­son, gam­al­reynd­ur vagn­stjóri Strætó, ók hinum gamla stræt­is­vagni, Volvo B58 frá ár­inu 1968. Á rúnt­in­um sagði Unn­ur María Berg­sveins­dótt­ir sagn­fræðing­ur frá menn­ing­unni sem skap­ast hef­ur í kring­um Hlemm.

Nýtt hlut­verk Hlemms

Eins og áður sagði var hús­næðið í fyrstu at­hvarf fyr­ir farþega. „Það fór í seinni tíð að bera á því að þarna kæmi fólk til að sitja dá­lítið lengi. Þarna var þó góð gæsla og reynt út af fyr­ir sig að hafa aga á öllu og það gekk oft­ast. Svo kom mynd­in Hlemm­ur út, sem dró ýms­ar staðreynd­ir upp kannski í ýktri mynd, en svona var þetta,“ seg­ir Hörður.

Starf­semi strætó hef­ur stækkað ört í gegn­um árin og hef­ur leiðum fjölgað. Hörður seg­ir stærstu breyt­ing­una á Strætó yfir þessi 40 ár sé stækk­un borg­ar­inn­ar. Auk þess var áður fyrr keyrt niður Lauga­veg­inn sem þekk­ist ekki núna. 

„Áður fyrr var Lækj­a­torgið aðal­skiptistöðin og Strætó byrj­ar 1931 þegar Reykja­vík er að mestu leyti inn­an Norður­braut­ar og Hring­braut­ar. Þá er ekið fyrst og fremst inn­an þess svæðis en líka að Lauga­nesi og snemma var farið að aka upp í Ártún, þegar Árbær byggðist,“ seg­ir Gísli. 

Bygg­ing­in er 40 ára og er eins í grunn­inn og upp­hafi en hef­ur þó oft verið gerð upp. „Húsið er í sama út­liti og það var og þetta er fal­legt og sér­stakt hús. Tím­arn­ir breyt­ast og þarf­irn­ar breyt­ast og borg­in stækk­ar og þró­ast og þá er eðli­legt að brugðist sé við breytt­um aðstæðum,“ seg­ir Hörður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert