140 bíða eftir rafbílum

Mik­ill áhugi virðist vera á hrein­um raf­bíl­um um þess­ar mund­ir og eru 140 manns á biðlista vegna tveggja nýrra teg­unda sem búa yfir tölu­vert meira drægi en áður þekk­ist ef bíl­ar frá Tesla eru und­an­skild­ir.

Ann­ars veg­ar er um að ræða Hyundai Kona EV og hins veg­ar Kia Niro EV. Báðir bíl­ar hafa drægi sem nær vel á fimmta hundrað kíló­metra, en um nokk­urs kon­ar jepp­linga er að ræða. Að sögn sölu­stjóra Hyundai og Kia er beggja bíla beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu. Tæp­lega 100 eru á biðlista vegna Hyundai Kona og 40 manns hafa þegar greitt staðfest­ing­ar­gjald fyr­ir Kia Niro.

„Síðustu tvö ár hef­ur aukn­ing­in verið mik­il. Fólk sér að þetta er að virka og er ekki eins hrætt við þetta í dag eins og það var,“ seg­ir Ragn­ar Sigþórs­son, sölu­stjóri Hyundai hjá bílaum­boðinu B&L. „Við höf­um aldrei fundið fyr­ir svona áhuga á raf­magns­bíl áður,“ seg­ir Þor­geir Páls­son, sölu­stjóri Kia hjá bílaum­boðinu Öskju. Hlut­fall ný­skráðra raf­bíla fer vax­andi og það sem af er ári stend­ur það í 4,6% af heild­ar­ný­skrán­ing­um en það hlut­fall nam 3,3% í fyrra, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um raf­bíla­söl­una í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert