Ísland er á meðal þeirra fremstu

mbl.is/Styrmir Kári

Íslenskir háskólar eru í sjöunda sæti yfir þá háskóla sem mestu eyða í þróun og rannsóknir, samkvæmt nýjum gögnum frá Efnahags- og framfarastofnun (OECD).

Alls eru á lista 42 ríki og trónir Sviss á toppnum með 0,9% af landsframleiðslu (GDP) til málaflokksins. Næst á eftir er Singapúr, með 0,6%, Danmörk, með 0,99%, Svíþjóð, með 0,87%, og Frakkland, sem veitir 0,5% af landsframleiðslu.

Noregur er í sjötta sæti listans, með 0,6% af landsframleiðslu og er Ísland sem fyrr segir í sjöunda sæti með 0,67%. Þá koma næst Japan, með 0,4%, Austurríki, með 0,72%, og Lúxemborg, með 0,24%. Finnar eru í 11. sæti listans með 0,71%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert