Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni HM í dag: Létt yfir stelpunum okkar

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu á æfingu á Laugardalsvelli í gær.
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu á æfingu á Laugardalsvelli í gær. mbl.is/Valgarður Gíslason

Góð stemning var á æfingu kvennalandsliðsins í knattspyrnu í gær. Mikil spenna ríkir fyrir leik Íslands og Þýskalands á Laugardagsvelli í dag, en búist er við um 10 þúsund manns á vellinum. Uppselt er á leikinn.

Með sigri getur íslenska liðið tryggt sér þátttökurétt á heimsmeistaramótið í Frakklandi á næsta ári, í fyrsta sinn í sögu kvennalandsliðsins.

Upphitun mun hefjast um tveimur tímum fyrir leik og boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði á svæðinu í aðdraganda leiks. Í Þýskalandi er mikill áhugi fyrir leiknum og verður þýska ríkissjónvarpið með um 70 starfsmenn á leiknum.

Ítarlegt viðtal er við Gunnhildi Yrsu Jónasdóttur, landsliðskonu í knattspyrnu, í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert