Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni HM í dag: Létt yfir stelpunum okkar

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu á æfingu á Laugardalsvelli í gær.
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu á æfingu á Laugardalsvelli í gær. mbl.is/Valgarður Gíslason

Góð stemn­ing var á æf­ingu kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu í gær. Mik­il spenna rík­ir fyr­ir leik Íslands og Þýska­lands á Laug­ar­dags­velli í dag, en bú­ist er við um 10 þúsund manns á vell­in­um. Upp­selt er á leik­inn.

Með sigri get­ur ís­lenska liðið tryggt sér þátt­töku­rétt á heims­meist­ara­mótið í Frakklandi á næsta ári, í fyrsta sinn í sögu kvenna­landsliðsins.

Upp­hit­un mun hefjast um tveim­ur tím­um fyr­ir leik og boðið verður upp á ýmis skemmti­atriði á svæðinu í aðdrag­anda leiks. Í Þýskalandi er mik­ill áhugi fyr­ir leikn­um og verður þýska rík­is­sjón­varpið með um 70 starfs­menn á leikn­um.

Ítar­legt viðtal er við Gunn­hildi Yrsu Jón­as­dótt­ur, landsliðskonu í knatt­spyrnu, í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert