Mjólkurlítrinn hækkar um 6 krónur

Mjólkin og mjólkurvörur hækka.
Mjólkin og mjólkurvörur hækka. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mjólkurvörur sem sæta opinberri verðlagningu verðlagsnefndar búvara hækka í verði í dag um nálægt 5%. Mjólkurlítrinn hækkar um 6 krónur, í 132 krónur sem er 4,8% hækkun.

Smásöluverð er frjálst þannig að endanlegt verð út úr búð getur breyst meira eða minna. Heildsöluverð á undanrennu, rjóma og osti hækkar um nálægt 5% en smjör hækkar meira, eða um 15%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Grundvöllur verðlagningarinnar er hækkun mjólkurverðs til bænda og hækkun vinnslukostnaðar mjólkursamlaga. Lágmarksverð á mjólkurlítra sem afurðastöðvar eiga að greiða kúabændum hækkar um rúmar 3 krónur, í 90,48 krónur sem er 3,5% hækkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert