Mörg handtök eftir í Herjólfi

Verkpallar eru um allt skip, innanborðs og utan. Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar …
Verkpallar eru um allt skip, innanborðs og utan. Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar stefna að afhendingu skipsins í nóvember. Ljósmynd/Crist

Enn eru mörg hand­tök eft­ir við smíði Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs í skipa­smíðastöðinni í Póllandi. Stefnt er að af­hend­ingu 15. nóv­em­ber en heim­ild­ar­menn blaðsins sem til þekkja telja það óraun­hæfa dag­setn­ingu og telja vel sloppið ef skipið fæst af­hent á ár­inu. Það gæti jafn­vel dreg­ist frek­ar.

Pólska skipa­smíðastöðin Crist hef­ur til­kynnt Vega­gerðinni að hún muni ekki af­henda nýja Vest­manna­eyja­ferju fyrr en í nóv­em­ber og hef­ur nefnt 15. nóv­em­ber í því sam­bandi. Vega­gerðin von­ast til þess að sú tíma­setn­ing standi. Upp­haf­lega var stefnt að af­hend­ingu í lok júlí en drátt­ur­inn er bæði vegna breyt­inga sem Vega­gerðin og sam­gönguráðherra hafa óskað eft­ir og að hluta til óút­skýrðra tafa hjá skipa­smíðastöðinni.

Sigla þarf skip­inu heim og búa það und­ir áætl­un. Ljóst er að sigl­ing­ar hefjast ekki fyrr en í des­em­ber í fyrsta lagi. Slæmt veður yfir há­vet­ur­inn og aðstaða í Land­eyja­höfn geta hamlað því að það komi að full­um not­um í vet­ur, eins og stefnt var að, seg­ir í um­fjöll­un um smíði Herjólfs í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert