Ösku Stefáns Karls dreift í hafið

Jarðneskum leifum Stefáns Karls Stefánssonar leikara var dreift í  hafið á föstudag að hans ósk. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu eiginkonu hans, Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur.

Stefán lést 21. ágúst eftir tveggja ára baráttu við gallgangakrabbamein, 43 ára að aldri.

Leik­list­ar­fer­ill Stef­áns Karls hófst í grunn­skóla Hafn­ar­fjarðar þar sem hann lék í skóla­leik­rit­um. 12 ára gam­all fór hann að leika með Leik­fé­lagi Hafn­ar­fjarðar í ung­linga­deild leik­fé­lags­ins. Með leik­fé­lag­inu lék hann m.a. í leik­rit­un­um Hróa hetti, Mó Mó og Hans og Grétu.

Hóf hann nám við Leik­list­ar­skóla Íslands árið 1995 og út­skrifaðist árið 1999. Sama ár fékk hann fa­stráðningu við Þjóðleik­húsið. Á starfs­ferl­in­um kom hann víða við og strax á upp­hafs­ár­um sín­um í leik­hús­inu lék hann tann­lækn­inn í Litlu hryll­ings­búðinni, drykkju­mann, föður kerl­ing­ar og Pál postula í Gullna hliðinu, Fílóstra­t­us og Bokka í Draumi á Jóns­messunótt og Jepík­hodov í Kirsu­berjag­arðinum. Þá fór hann með eitt aðal­hlut­verka í Syngj­andi í rign­ing­unni.

Mikl­ar vin­sæld­ir vakti frammistaða þeirra Stef­áns Karls og Hilm­is Snæs Guðna­son­ar í Með fulla vasa af grjóti árið 2000 sem sýnt var 160 sinn­um. Aft­ur var sýn­ing­in sýnd árið 2012 og síðast árið 2017. Stefán Karl lék titil­hlut­verk í leik­rit­inu Glanni glæp­ur í Lata­bæ árið 1999, en leik­sýn­ing­in varð inn­blást­ur sjón­varpsþátt­araðar­inn­ar Lati­bær (e. Lazy town) sem fram­leidd var fyr­ir börn um all­an heim. Í þátt­un­um túlkaði Stefán Karl Gl­anna glæp áfram. Á þeim vett­vangi naut hann mik­illa vin­sælda fólks um heim all­an.

Árið 2009 tók Stefán Karl við hlut­verki Trölla í söng­leikn­um Þegar Trölli stal jól­un­um, sem sýnd­ur var í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada á ár­un­um 2008 til 2015.

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert