Danir smíða tvö ný skip

Teikning Karstenens Skibsværft af nýjum Vilhelm Þorsteinssyni fyrir Samherja.
Teikning Karstenens Skibsværft af nýjum Vilhelm Þorsteinssyni fyrir Samherja. Teikning/Karstensens Skibsværft

Samn­ing­ar hafa náðst um smíði á tveim­ur 88 metra upp­sjáv­ar­veiðiskip­um fyr­ir Sam­herja hf. og Síld­ar­vinnsl­una hf. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá dönsku skipa­smíðastöðinni Kar­sten­sens Skibsværft (KS) en samn­ing­arn­ir eru gerðir með fyr­ir­vör­um, m.a. um samþykki stjórna og fjár­mögn­un á smíðunum, og hafa því ekki tekið gildi.

Bú­ist er við að samn­ing­arn­ir taki gildi á morg­un, 4. sept­em­ber, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá danska fyr­ir­tæk­inu.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, og Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, staðfestu fregn­irn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær­kvöldi en vildu ekki gefa frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið.

„Þess­ir samn­ing­ar eru stór áfangi í inn­reið Kar­sten­sens Skibsværft á ís­lensk­an markað,“ seg­ir í kynn­ingu danska fyr­ir­tæk­is­ins. Ef allt geng­ur eft­ir verður hið nýja skip, Vil­helm Þor­steins­son, af­hent Sam­herja 15. júní 2020, og skipið Börk­ur af­hent Síld­ar­vinnsl­unni hálfu ári seinna, 15. des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert