Færri notaðir bílar fluttir inn

Sala á notuðum bílum dafnar þótt innflutningur sé minni.
Sala á notuðum bílum dafnar þótt innflutningur sé minni. mbl.is/​Hari

Verulegur samdráttur hefur orðið á árinu í innflutningi notaðra bíla til Íslands. Innflutningurinn var í sögulegu hámarki í fyrra og fjöldi innfluttra notaðra fólksbíla til landsins nam 3.467 bifreiðum.

Í ár hafa verið fluttir inn 2.446 slíkir bílar og er þar um að ræða 28 prósenta fækkun. Enn er fjöldi bílanna þó langt yfir því sem var flutt inn árið 2016, en þá voru aðeins 1.484 notaðir fólksbílar fluttir til Íslands.

Þessi fækkun innfluttra bíla birtist þó ekki með sambærilegum hætti í fjölda seldra notaðra bíla, en samdráttur í sölu notaðra bíla hefur verið lítill sem enginn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert