Ný áskorun blasir við kennurum

Hitamál geta verið til umræðu innan veggja skólastofunnar en handbókin …
Hitamál geta verið til umræðu innan veggja skólastofunnar en handbókin leiðbeinir kennurum um hvernig best sé að takast á við þær aðstæður. mbl.is/​Hari

„Við sem kennarar höfum ekki alltaf verið örugg um hvað við eigum og megum tala um við nemendur. Hvernig eigum við að taka „Me too“-umræðuna eða umræðuna um klám?“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, grunnskólakennari og leiðbeinandi á námskeiðinu Viðkvæm álitamál og nemendur.

Vegna aukinnar umræðu hitamála, t.d. hryðjuverkaógn í Evrópu, sá Evrópuráðið ástæðu til að gefa út handbók fyrir kennara um hvernig best sé að takast á við nýju aðstæðurnar, að því er  Guðrún segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinuí dag.

Laugalækjaskóli og Réttarholtsskóli standa fyrir námskeiðinu á laugardaginn næstkomandi. Námskeiðið, sem er ætlað kennurum og skólastjórnendum á öllum skólastigum, fjallar um hvernig skuli tekið á erfiðleikum sem kynnu að koma upp þegar viðkvæm álitamál eru til umræðu innan veggja skólastofunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert