Minjastofnun vill að starfsemi Björgunar ehf. sem til stendur að flytja í Álfsnesvík við Kollafjörð verði valinn annar staður.
Í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum segir að umrætt svæði sé einstök heild minja um verslun, útveg og landbúnað. Reykjavíkurborg skoðar nú hvernig bregðast megi við þessari umsögn og heitir samráði við Minjastofnun.
Skoða verði meðal annars hvort grípa megi til mótvægisaðgerða. Kjarni málsins sé þó sá að annar staður fyrir starfsemi Björgunar sé ekki tiltækur. Sá kostur að leita annað sé illfær. Þá er bent á að með staðsetningu í Álfsnesvík geti Björgun sótt möl til steypuframleiðslu í sjó; sú efnisvinnsla geti verið hagkvæmur kostur og komið í veg fyrir umhverfisrask í landi, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.