Hlýri fjölgar fiskiskipum í aflamarki

Hlýrinn er kominn í kvóta.
Hlýrinn er kominn í kvóta. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hlýra var úthlutað í aflamarki í fyrsta sinn við upphaf nýs fiskveiðiárs 1. september, en leyfilegur heildarafli í honum er 1.001 tonn upp úr sjó.

Með kvótasetningu hlýra fjölgar skipum með aflamark. Kvóti skipanna er þó ærið misjafn eða frá einu kílói upp í 20-30 tonn og eru stór línuskip með mestan kvóta í tegundinni, að því er fram  kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bátar með krókaaflamark eru nú 315 og fjölgar um 38, einkum vegna úthlutunar á hlýra. Skipum í aflamarkskerfinu fjölgar um 13 á milli ára og eru nú 225. Alls fengu því 540 skip úthlutað aflamarki nú samanborið við 489 á fyrra fiskveiðiári. Alls fá því 540 skip úthlutað aflamarki að þessu sinni samanborið við 489 á fyrra fiskveiðiári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert