Leita loðnu og meta fjölda hvala

Hoffellið frá Fáskrúðsfirði á miðunum síðasta vetur.
Hoffellið frá Fáskrúðsfirði á miðunum síðasta vetur. mbl.is/Börkur Kjartansson

Framund­an er um­fangs­mik­ill leiðang­ur með áherslu á magn og út­breiðslu loðnu. Á grund­velli niðurstaðna þessa leiðang­urs verður gef­in út ráðgjöf um loðnu­veiðar í vet­ur.

Jafn­framt verður marg­vís­leg­um öðrum rann­sókn­um sinnt, meðal ann­ars á vist­kerf­inu, og verður reynt að leggja mat á fjölda hvala og sjó­fugla á loðnu­slóð.

Auk ís­lensku rann­sókna­skip­anna Árna Friðriks­son­ar og Bjarna Sæ­munds­son­ar taka Græn­lend­ing­ar þátt í verk­efn­inu og hafa þeir tekið norskt, vel tækj­um búið upp­sjáv­ar­skip á leigu. Fyrsta skipið fer út á fimmtu­dag, en síðan fara þau hvert af öðru og er áætlað að leiðang­ur­inn taki þrjár vik­ur. Um borð í öll­um skip­un­um verða sér­stak­ir hvala­taln­ing­ar­menn, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert