Selur íslenskt grjót til Bandaríkjanna

Víða í fjörum landsins og í námum má finna jarðefni …
Víða í fjörum landsins og í námum má finna jarðefni sem af einhverjum ástæðum geta verið eftirsótt. mbl.is/Brynjar Gauti

Fyrirtækið GYG vinnur að því að opna Bandaríkjamarkað að nýju fyrir íslensk steinefni úr Hornafirði til notkunar í sundlaugum. Eigandi fyrirtækisins er bjartsýnn á framtíðina í útflutningi jarðefna og er einnig að huga að grjóti úr öðrum landshlutum.

Litlahorn, fyrirtæki Ómars Antonssonar, hefur í mörg ár unnið jarðefni úr fjörunni á Stokksnesi og selt hér innanlands. Meðal annars hefur svört perlumöl þaðan verið notuð í steinteppi, að því er fram kemur í umfjöllun um viðskipti þessi í Morgunblaðinu í dag.

Fyrir allmörgum árum komst hann í samband við fyrirtæki í Arizona í Bandaríkjunum og seldi því svarta möl sem notuð var í bland við annað grjót innan í sundlaugar víða um Bandaríkin. Fyrirtækið hætti viðskiptum og bar því við að óæskileg efni hefðu blandast við steina í síðasta farminum. Þau efni hafa aldrei fundist í fjörunni og hafa því væntanlega smitast við flutning efnisins eða umskipun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka