Steinarnir boðuðu ógæfu

Erlendur ferðamaður skilaði aftur steinum sem hann hafði tínt á …
Erlendur ferðamaður skilaði aftur steinum sem hann hafði tínt á Íslandi.

„Ein­hver sagði að það boðaði ógæfu að tína steina og taka þá með heim. Eft­ir þó nokk­ur óhöpp trúi ég því að það sé satt!“ Þannig hljóða loka­orð bréfs­ins sem Soffía Þor­steins­dótt­ir fékk óvænt gegn­um lúg­una í gær. Með bréf­inu fylgdu stein­ar í öskju.

Er­lend­ur ferðamaður, sem hafði tekið stein­ana með sér úr landi, trú­ir að þeir hafi fært hon­um ógæfu og skilaði þeim aft­ur til lands­ins.

Í bréf­inu seg­ir:

„Sæl, ég heim­sótti heima­land þitt fyrr á ár­inu og borðaði kvöld­verð heima hjá þér. Þetta var in­dælt kvöld og við töluðum um álfa- og huldu­trú.

Í ferðinni tíndi ég sam­an steina og minja­gripi. Ein­hver nefndi það við mig að það boðaði ógæfu að tína steina og taka þá með sér heim. Eft­ir þó nokk­ur óhöpp trúi ég að það sé satt!

Viltu vera svo væn að setja þessa steina á ein­hvern stað þar sem þeir geta orðið ham­ingju­sam­ir á ný.

Bréfið er frá er­lend­um ferðamanni sem fór í mat hjá Soffíu en Soffía er með aðstöðu þar sem hún býður ferðamönn­um upp á heim­il­is­mat. Kon­an sem sendi bréfið virðist hafa lent í ógöng­um og gripið til þess ráðs að losa sig við stein­ana, í von um að óhöpp­un­um linnti.

Soffía veit ekki til hvaða óhappa kon­an vís­ar en hún ætl­ar þó að skila stein­un­um út í nátt­úr­una svo að eng­inn hljóti frek­ari skaða af.

„Ég man eft­ir henni, þær voru tvær sam­an og komu til mín í mat. Við töluðum um álfa og huldu­fólk en ekk­ert um að stein­ar færðu ógæfu, því trúi ég alla­vega ekki,“ seg­ir Soffía.

„Við ætl­um að finna góðan stað og skila stein­un­um í nátt­úr­una.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert