Víðirinn heldur laufinu lengi

Margrét Bárðardóttir og Magnús Guðlaugsson með plattann sem staðfestir að …
Margrét Bárðardóttir og Magnús Guðlaugsson með plattann sem staðfestir að vesturbæjarvíðirinn sé tré ársins. Tréð var gróðursett árið 1947 og hefur yfir sér ævintýrablæ, eins og Margrét lýsir hér í viðtalinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Víðirinn góði hefur alltaf haft yfir sér ævintýrablæ. Þetta er blíðlegt tré, fallegt og fíngert. Kemur seint til á vorin en heldur laufinu yfirleitt langt fram í nóvember,“ segir Margrét Bárðardóttir, sálfræðingur og trjáeigandi í Skógum undir Eyjafjöllum.

Vesturbæjarvíðir sem stendur að baki sumarhúsi í brekkurótum að Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum var nú á sunnudaginn útnefndur Tré ársins 2018 af Skógræktarfélagi Íslands, en aðalfundur þess var haldinn á Hellu um helgina. Jafnhliða fundarstörfum var farið víða um Rangárvallasýslu þar sem fólk kynnti sér skóga, ræktunarsvæði og græna lundi.

Mold og merk saga

Á sunnudag lagði skógræktarfólk leið sína austur að Skógum þar sem formleg útnefning á Tré ársins fór fram. Tilgangur tilnefningarinnar er að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er í trjá- og skógrækt, auk þess að vekja athygli á menningarlegu gildi einstakra trjáa.

Sjá viðtal við Margréti um skógrækt í heild í Morgunblaðinu í dag.

Vesturbæjarvíðirinn og sumarhús Margrétar Bárðardóttur.
Vesturbæjarvíðirinn og sumarhús Margrétar Bárðardóttur. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert