Afrísk svínapest heldur áfram að breiðast út í Evrópu. Hún finnst nú í Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Tékklandi, Rúmeníu, Ítalíu og í Ungverjalandi, samkvæmt upplýsingum á síðu dönsku matvælastofnunarinnar.
Svo virðist sem veikin breiðist vestur eftir Evrópu. Pestin leggst jafnt á villisvín og alisvín og er bráðdrepandi. Fólki stafar ekki hætta af veirunni sem veldur veikinni.
Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í umfjöllun um útbreðslu veikinnar í Morgunblaðinu í dag, að vel væri fylgst með þróuninni og nýjum tilfellum sem kæmu upp í Evrópu.