Afrísk svínapest breiðist út á meginlandi Evrópu

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna varaði í síðustu viku við útbreiðslu svínapestar.
Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna varaði í síðustu viku við útbreiðslu svínapestar. AFP

Afr­ísk svínapest held­ur áfram að breiðast út í Evr­ópu. Hún finnst nú í Búlgaríu, Eistlandi, Lett­landi, Lit­há­en, Póllandi, Tékklandi, Rúm­en­íu, Ítal­íu og í Ung­verjalandi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á síðu dönsku mat­væla­stofn­un­ar­inn­ar.

Svo virðist sem veik­in breiðist vest­ur eft­ir Evr­ópu. Pest­in leggst jafnt á vill­is­vín og al­isvín og er bráðdrep­andi. Fólki staf­ar ekki hætta af veirunni sem veld­ur veik­inni.

Vig­dís Tryggva­dótt­ir, sér­greina­dýra­lækn­ir hjá Mat­væla­stofn­un, seg­ir í um­fjöll­un um út­breðslu veik­inn­ar í Morg­un­blaðinu í dag, að vel væri fylgst með þró­un­inni og nýj­um til­fell­um sem kæmu upp í Evr­ópu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert