Ekki ákærður fyrir nauðgun heldur líkamsárás

Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Maður sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir árás á konu í Vestmannaeyjum í september árið 2016 er ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann er ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás, blygðunarsemisbrot og að koma konunni í þannig ástand að hún var bjargarlaus. RÚV greinir frá og hefur upplýsingarnar frá Héraðsdómi Suðurlands.

Kon­an fannst nak­in og með mikla áverka á höfði í húsag­arði og var flutt meðvit­und­ar­laus á Land­spít­al­ann í Foss­vogi. Maður­inn sat í gæslu­v­arðhaldi í tæp­ar tvær vik­ur vegna máls­ins en var lát­inn laus eft­ir að dóm­stól­ar féllust ekki á kröfu lög­regl­unn­ar í Vest­manna­eyj­um um fram­leng­ingu gæslu­v­arðhalds.

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á mál­inu lauk í októ­ber í fyrra, en það tafðist vegna þess að kon­an fór úr landi skömmu eft­ir árás­ina og reynd­ist erfitt að ná tali af henni. Þegar rann­sókn máls­ins var lokið fór það í ákæru­ferli um síðustu ára­mót en héraðssak­sókn­ari taldi hins veg­ar að rann­saka þyrfti til­tek­in atriði bet­ur og vísaði mál­inu því aft­ur til lög­reglu. Fram­halds­rann­sókn lauk í sum­ar og fór málið þá aft­ur til héraðssak­sókn­ara sem nú hef­ur gefið út ákæru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert