Kjaramálin munu lita þingstörf

Þingfundur í Alþingi.
Þingfundur í Alþingi. mbl.is/​Hari

„Kjara­samn­ing­ar eru laus­ir um ára­mót­in sem mun vafa­lítið lita mjög umræður á Alþingi næstu vik­urn­ar. Efna­hags­mál­in og fjár­laga­frum­varpið verða ef að lík­um læt­ur mikið rædd í sam­hengi við kjara­mál­in,“ seg­ir Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Alþingi verður sett á þriðju­dag í næstu viku, 11. sept­em­ber og stefnuræða for­sæt­is­ráðherra og umræður um hana verða svo næsta dag, það er að kvöldi miðviku­dags­ins 12. sept­em­ber, að því er fram kem­ur í frétt um þing­störf­in í Morg­un­blaðinu í dag.

„Þing­vet­ur­inn get­ur orðið átaka­mik­ill,“ seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar. „Bæði skort­ir tals­vert á sam­stöðu meðal stjórn­ar­flokk­anna sem sömu­leiðis hafa gefið út ýms­ar yf­ir­lýs­ing­ar um auk­in út­gjöld til dæm­is í heil­brigðismál­in, sem eru kannski ekki raun­hæf nú þegar er að kólna í hag­kerf­inu, eins og hvarvetna sjást merki um. Þá hef­ur rík­is­stjórn­in sömu­leiðis heitið ýmsu varðandi aðsteðjandi kjaraviðræður og spurn­ing hvort þau fyr­ir­heit stand­ast.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert