Sólarminnsta sumarið síðan 1984

Gleðin var skammt undan þá sjaldan sólin skein á höfuðborgarsvæðinu …
Gleðin var skammt undan þá sjaldan sólin skein á höfuðborgarsvæðinu í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú eru liðnir þrír mánuðir af veðurstofusumrinu svokallaða, sem nær yfir mánuðina júní til og með september. Er skemmst frá því að segja að mánuðirnir þrír hafa ekki verið eins sólarlitlir í Reykjavík síðan árið 1984, eða í 34 ár.

Sólskinsstundir mældust 345 í Reykjavík þessa mánuði, 140 færri en að meðaltali áranna 1961 til 1990 og um 235 stundum færri en að meðaltali síðustu tíu ár. Þetta þýðir með öðrum orðum að höfuðborgarbúar hafa notið allt að 2,6 sólarstundum færra dag hvern í sumar að meðaltali.

Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 431, sem er 39 stundum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 55 stundum færra en að jafnaði í sömu mánuðum síðustu tíu ára.

Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert