Umsvifin stefna í 200 milljarða

Vöxtur hugverkageirans hefur verið mikil og hröð.
Vöxtur hugverkageirans hefur verið mikil og hröð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðmætasköpun í hugverkaiðnaði nam um 186 milljörðum í fyrra. Greinin er nú næstum jafn stór og tvær aðrar megingreinar iðnaðar; byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og framleiðsla án fiskvinnslu.

Umsvif síðastnefndu greinarinnar, framleiðslu án fiskvinnslu, hafa þróast í takt við spár. Hækkandi launakostnaður og styrking krónu hafa skert samkeppnishæfnina.

Það birtist í því að hlutur framleiðslu án fiskvinnslu, sem hlutfall af landsframleiðslu, hefur minnkað jafnt og þétt á þessum áratug.

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir vægi hugverkaiðnaðar í landsframleiðslu og verðmætasköpun ekki koma á óvart. Vægið endurspegli þróun yfir langt tímabil. „Við erum að sjá afraksturinn núna. Hátækni- og hugvitsdrifin fyrirtæki skipa orðið stærri sess í landsframleiðslunni. Þeim hefur fjölgað og þau hafa stækkað,“ segir Sigríður.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag bendir hún á að hugvit og hátækni hafi áhrif á aðrar iðngreinar og atvinnulífið í heild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert