Umsvifin stefna í 200 milljarða

Vöxtur hugverkageirans hefur verið mikil og hröð.
Vöxtur hugverkageirans hefur verið mikil og hröð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðmæta­sköp­un í hug­verkaiðnaði nam um 186 millj­örðum í fyrra. Grein­in er nú næst­um jafn stór og tvær aðrar megin­grein­ar iðnaðar; bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og fram­leiðsla án fisk­vinnslu.

Um­svif síðast­nefndu grein­ar­inn­ar, fram­leiðslu án fisk­vinnslu, hafa þró­ast í takt við spár. Hækk­andi launa­kostnaður og styrk­ing krónu hafa skert sam­keppn­is­hæfn­ina.

Það birt­ist í því að hlut­ur fram­leiðslu án fisk­vinnslu, sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu, hef­ur minnkað jafnt og þétt á þess­um ára­tug.

Sig­ríður Mo­gensen, sviðsstjóri hug­verka­sviðs hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, seg­ir vægi hug­verkaiðnaðar í lands­fram­leiðslu og verðmæta­sköp­un ekki koma á óvart. Vægið end­ur­spegli þróun yfir langt tíma­bil. „Við erum að sjá afrakst­ur­inn núna. Há­tækni- og hug­vits­drif­in fyr­ir­tæki skipa orðið stærri sess í lands­fram­leiðslunni. Þeim hef­ur fjölgað og þau hafa stækkað,“ seg­ir Sig­ríður.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag bend­ir hún á að hug­vit og há­tækni hafi áhrif á aðrar iðngrein­ar og at­vinnu­lífið í heild.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert