Ákærður fyrir innflutning á amfetamínbasa

Dæmi um þær umbúðir sem notaðar hafa verið til að …
Dæmi um þær umbúðir sem notaðar hafa verið til að reyna að smygla amfetamínbasa til landsins á unfanförnum árum. Mynd úr safni frá Tollgæslunni. Ljósmynd/Tollgæslan

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir innflutning á 920 ml af amfetamínbasa sem var ætlaður til söludreifingar hér á landi.

Var maðurinn stoppaður við komu til Keflavíkur með flugi, en hann kom frá Varsjá í Póllandi. Fundu tollverðir efnin falin í flösku í farangri mannsins, en amfetamínbasinn var með 30% styrkleika.

Fer ákæruvaldið fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, auk þess sem efnin verði gerð upptæk. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert