Draga sig út úr kokkalandsliðinu

Íslenska kokkalandsliðið að störfum í Viðey í sumar.
Íslenska kokkalandsliðið að störfum í Viðey í sumar. Ljósmynd/ Hörður Ásbjörnsson

Allir þrettán kokkalandsliðsmennirnir hafa ákveðið að draga sig út úr kokkalandsliðinu. Með því mótmæla þeir ákvörðun stjórnar landsliðsins að gera samning við Arnarlax sem framleiðir lax í opnu sjókvíaeldi.

Garðar Kári Garðarson kokkalandsliðsmaður greinir frá þessu á Facebook. Hann staðfestir í samtali við mbl.is að allir í landsliðinu hafi dregið sig þaðan út. Hann bætir við að Hinrik Lárusson, sem er staddur erlendis, sé einnig á meðal þeirra sem hafi dregið sig út, en hann er ekki á listanum sem Garðar setti á facebooksíðu sína. 

Færsla Garðars Kára:

„Ég sem kokkalandsliðsmaður og við sem kokkalandslið mótmælum ákvörðun stjórnar kokkalandliðsins að gera samning við fyrirtæki sem framleiðir lax í opnu sjókvíaeldi. Slíkir framleiðsluhættir eru ógn við villta lax- og silungastofna og hafa margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu,“ skrifar hann.

Bréfið er undirritað af eftirtöldum:

Garðar Kári Garðarsson

kokkalandsliðsmaður 2011-2018

Ylfa Helgadóttir

kokkalandsliðsmaður 2013-2018

Snædis Xyza Mae Jónsdóttir

kokkalandsliðsmaður 2017-2018

Kara Guðmundsdóttir

kokkalandsliðsmaður 2017-2018

Snorri Victor Gylfason

kokkalandsliðsmaður 2017-2018

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

kokkalandsliðsmaður 2017-2018

Ari Þór Gunnarsson

kokkalandsliðsmaður 2014-2018

Georg Arnar Halldorson

kokkalandsliðsmaður 2015-2018

Viktor Örn Andrésson

kokkalandsliðsmaður 2010-2108

Sigurjón Bragi Geirsson

kokkalandsliðsmaður 2017-2018

Jóhannes Steinn Jóhannesson

kokkalandsliðsmaður 2008-2018

Þorsteinn Geir Kristinsson

kokkalandsliðsmaður 2017-2018

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert