Eitt frávik frá starfsleyfi á Bakka

Mælingar í kringum kísilverið hafa ekki farið yfir heilsuverndarmörk.
Mælingar í kringum kísilverið hafa ekki farið yfir heilsuverndarmörk. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eng­ar mæl­ing­ar í kring­um kís­il­ver PCC á Bakka hafa farið yfir heilsu­vernd­ar­mörk frá því verk­smiðjan var gang­sett í vor, en fimmta og síðasta eft­ir­lits­ferðin var far­in í dag, skömmu áður en niður­stöður eft­ir­lits Um­hverf­is­stofn­un­ar og um­hverf­is­vökt­un­ar voru kynnt­ar á opn­um fundi á Húsa­vík. Þetta seg­ir Ein­ar Hall­dórs­son, verk­fræðing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un, sem sinnt hef­ur eft­ir­lit­inu.

Hins veg­ar hef­ur komið upp eitt frá­vik frá starfs­leyfi í þess­um eft­ir­lits­ferðum. „Um var að ræða minni­hátt­ar frá­vik sem sneri að aðgengi að fram­leiðslu­svæðinu. Okk­ur þótti því ábóta­vant og það er verið að laga það,“ seg­ir Ein­ar í sam­tali við mbl.is

„Þetta eru tveim­ur fleiri ferðir en við höf­um farið í miðað við venju­lega tíðni, ann­ars veg­ar vegna brun­ans í júlí, þá var ákveðið að fara aft­ur í gang­setn­ingu og kanna aðstæður eft­ir það, og hins veg­ar fór­um við í auka­eft­ir­lit þegar gang­setn­ing­in var,“ út­skýr­ir Ein­ar.

Brun­inn sem hann vís­ar til átti sér stað 9. júlí síðastliðinn þegar eld­ur kom upp í ofn­húsi ofns­ins Birtu í kís­il­verk­inu, en greiðlega gekk að slökkva eld­inn og ekki urðu veru­leg­ar skemmd­ir.

Einar Halldórsson hjá Umhverfisstofnun í pontu á fundinum.
Ein­ar Hall­dórs­son hjá Um­hverf­is­stofn­un í pontu á fund­in­um. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Enn eiga svo eft­ir að ber­ast niður­stöður úr ým­iss kon­ar mæl­ing­um, að sögn Ein­ars. „Eft­ir á að gera frek­ari mæl­ing­ar í verk­smiðjunni sjálfri og þeir hafa út árið til að taka stikkpruf­ur af því sem er ekki í símæl­ingu. Það er símæl­ing á ryki í út­blæstri og slíku.“

Ein­ar seg­ir kynn­ing­ar­fundi, eins og þann sem var hald­inn í dag, yf­ir­leitt fjalla um rekstr­ar­árið á und­an og fari þá fram í maí. Þar sé þá farið yfir eft­ir­lit síðasta árs. En þar sem rekst­ur hófst ekki á Bakka fyrr en á þessu ári er úr minni upp­lýs­ing­um að moða. „Við ákváðum að hafa samt fund núna til að segja aðeins frá hvernig rekst­ur­inn hef­ur gengið og hvernig eft­ir­litið hef­ur verið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert