Tóku ákvörðunina af „prinsippástæðum“

Garðar Kári Garðarsson, Kokkur ársins, sést hér fyrir miðri mynd. …
Garðar Kári Garðarsson, Kokkur ársins, sést hér fyrir miðri mynd. Hægra megin við hann er Sigurjón Bragi Geirsson sem hafnaði í öðru sæti og vinstra megin við Garðar er Þorsteinn Geir Kristinsson sem náði þriðja sætinu. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Garðar Kári Garðarsson, kokkur ársins og yfirmatreiðslumaður Deplar Farm, sem er einn þeirra sem sögðu sig úr kokkalandsliðinu fyrr í kvöld, segir að um „prinsippmál“ sé að ræða.

„Þeir matreiðslumenn sem hafa verið að keppa fyrir hönd landsins í keppnum erlendis eða koma fram sem íslenskir matreiðslumenn hafa í öllum sínum verkum unnið að því að kynna íslenskar vörur, íslenskan hreinleika, íslensk gæði, lífræna ræktun hráefna og svo framvegis,“ segir Garðar Kári.

Hann bætir við að hópurinn sem hefur sagt sig úr landsliðinu telji að lax sem er ræktaður í opnum sjókvíum sé langt frá því að uppfylla ekki bara almennar kröfur heldur þau gæði sem landsliðsmenn hafa kynnt með stolti síðustu ár.

„Því vilja menn hvorki bjóða viðskiptavinum þessa vöru né nýta hana í keppnum eða sýningum erlendis. Það er því af „prinsippástæðum“ sem hópurinn tekur þessa ákvörðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert