Verðlag hækkar næstmest á Íslandi

Almennt verðlag á Íslandi hefur hækkað um 108% á tímabilinu. …
Almennt verðlag á Íslandi hefur hækkað um 108% á tímabilinu. Til samanburðar er hækkunin í ESB um 37% að meðaltali á tímabilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verðlag hefur óvíða hækkað jafn mikið í Evrópu og á Íslandi á þessari öld. Ísland er í 2. sæti hvað almennt verðlag snertir, næst á eftir Rúmeníu sem sker sig úr í þessu efni.

Þetta má lesa úr nýjum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, ESB, um verðþróun í ESB-ríkjunum og á Íslandi. Almennt verðlag á Íslandi hefur hækkað um 108% á tímabilinu. Til samanburðar er hækkunin í ESB um 37% að meðaltali á tímabilinu, að því er fram kemur í umfjöllun um verðlagsmál á Eurostat-svæðinu í Morgunblaðinu í dag.

Sé litið til undirflokka verðbólgu hefur verð á áfengi og tóbaki hækkað um 180% á Íslandi á tímabilinu. Skattahækkanir eiga þar hlut að máli. Það skipar Íslandi í 5. sætið. Þá hefur verð á húsnæði, vatni, rafmagni, gasi og eldsneyti hækkað um 199% á Íslandi, sem er önnur mesta hækkunin í þessum löndum. Af öðrum dæmum má nefna að verð á matvælum á Íslandi hækkaði um 91% á tímabilinu. Það er næstum tvöföldun á verðlagi. Skipar þetta Íslandi í fjórða sæti listans.

Verðlag á fatnaði og skóm hækkaði um 35% á Íslandi á tímabilinu. Það er þriðja mesta hækkunin meðal þessara samanburðarlanda.

Á vefsíðu Eurostat segir að þótt öldin hafi verið tímabil verðstöðugleika í ESB-ríkjum megi greina miklar sveiflur innan útgjaldaliða.

Jafnframt ber að hafa í huga að miklar breytingar urðu á verðlagi á Íslandi eftir efnahagshrunið 2008.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert