Arnarlax auglýsir svuntur til sölu

Laxeldisfyrirtækið auglýsir í kvöld fjórtán kokkasvuntur til sölu.
Laxeldisfyrirtækið auglýsir í kvöld fjórtán kokkasvuntur til sölu. Skjáskot/Facebook-síða Arnarlax hf.

Laxeldisfyrirtækið Arnarlax auglýsti fjórtan svuntur til sölu á Facebook-síðu sinni í kvöld, skömmu eftir að fyrirtækið hafði á sama vettvangi birt yfirlýsingu vegna þess fjaðrafoks sem varð í matreiðsluheiminum eftir að matreiðslumenn sögðu sig úr kokkalandsliðinu í gær til þess að mótmæla samstarfssamningi vestfirska eldisfyrirtækisins við Klúbb matreiðslumeistara.

Í Facebook-færslu fyrirtækisins segir að um sé að ræða „hágæða“ og „mjög lítið notaðar“ svuntur, en færslunni fylgir tjámerki (e. emoji) af trúði, sem gefur ef til vill til kynna að svuntuauglýsingin sé sett fram á léttum nótum.

Einhverjir netverjar hafa þegar boðið í svunturnar í athugasemdum við færslu fyrirtækisins og ljóst að margir hafa gaman af þessu öllu saman.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka