Biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, hefur beðið Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprest, að taka ekki að sér athafnir eða þjónustu á vegum þjóðkirkjunnar framar. Þetta kemur fram í bréfi sem Agnes hefur sent prestum kirkjunnar. DV greinir frá þessu í dag.
Fram kemur í bréfinu að Þórir ætli að verða við beiðni biskups, en fram hefur komið í fjölmiðlum að hann hafi játað á sáttafundi árið 2015 að hafa brotið kynferðislega gegn ungri stúlku snemma á sjötta áratug síðustu aldar þegar hann var guðfræðinemi.