Bætt aðkoma ferðafólks að Dynjanda

Bílastæðið við þessa náttúruperlu Vestfirðinga hefur verið endurbætt.
Bílastæðið við þessa náttúruperlu Vestfirðinga hefur verið endurbætt. Ljósmynd/Vegamálun GÍH

Fram­kvæmd­um við nýtt bíla­stæði við foss­inn Dynj­anda fyr­ir botni Arn­ar­fjarðar lauk end­an­lega 26. ág­úst síðastliðinn, er bíla­stæðið var málað. Fyrr í sum­ar var bíla­stæðið við foss­inn stækkað og svo mal­bikað og aðkoma fyr­ir ferðafólk orðin allt önn­ur og betri en hún var áður.

Vega­mál­un GÍH sá um að mála lín­ur á bíla­stæðið og í gær birti verk­taka­fyr­ir­tækið loft­mynd­ir á face­booksíðu sinni, þar sem út­kom­an sést glögg­lega.

„Það er bara búið að vera að bæta aðgengi fyr­ir ferðafólk að koma þarna að og gera þetta stór­glæsi­lega svæði aðeins aðgengi­legra,“ seg­ir Gaut­ur Ívar Hall­dórs­son hjá Vega­mál­un GÍH, sem rak enda­hnút­inn á fram­kvæmd­ina, sem var unn­in á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Ljós­mynd/​Vega­mál­un GÍH
Ljós­mynd/​Vega­mál­un GÍH
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert