Framkvæmdir skulu fara í umhverfismat

Áform eru um uppbyggingu í Hveradölum.
Áform eru um uppbyggingu í Hveradölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirhugaðar framkvæmdir Hveradala ehf. á samnefndum stað á Hellisheiði, það er bygging 120 herbergja hótels, baðhúss, og að útbúa 8.500 fermetra baðlón, eru háðar mati á umhverfisáhrifum, skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Auk framangreinds vilja Hveradalir stækka núverandi skíðaskála í Hveradölum og útbúa hundruð nýrra bílastæða.

Allar umsagnir sem Skipulagsstofnun óskaði eftir vegna þessara áforma bárust stofnuninni á síðasta ári. Það var hins vegar fyrst hinn 31. ágúst sl. sem stofnunin gaf út að umhverfisáhrif framkvæmda skyldi meta. Ítrekað hefur verið fjallað um þennan drátt í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka