Hlaupa 100 kílómetra á Hengilssvæðinu

100 kílómetra hlauparar við rásmarkið í kvöld.
100 kílómetra hlauparar við rásmarkið í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls taka 372 keppendur þátt í utanvegahlaupinu Hengli Ultra sem hófst í Hveragerði klukkan 22 í kvöld.

Þeir sem hlaupa 100 kílómetra, sem eru um 30 talsins, voru ræstir fyrir framan Skyrgerðina í Hveragerði. Þeir munu hlaupa í alla nótt um Hengilinn og Hellisheiði og eru væntanlegir í mark á milli klukkan 14 og 18 á morgun.

Mynd smellt af einum af keppendunum í 100 km hlaupinu.
Mynd smellt af einum af keppendunum í 100 km hlaupinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hengill Ultra er lengsta utanvegahlaup á Íslandi. Fyrir utan metfjölda þátttakenda þá eru keppendur frá sautján þjóðlöndum skráðir til leiks. Þeir koma frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Danmörku, Kólumbíu, Póllandi, Frakklandi, Spáni, Sviss, Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Austurríki, Katalóníu, Tékklandi, Færeyjum og auðvitað Íslandi, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimmtíu kílómetra hlaupararnir eru ræstir klukkan níu í fyrramálið og tuttugu og fimm kílómetrarnir klukkan 13. Klukkutíma síðar leggja þeir sem hlaupa 10 og 5 kílómetra af stað.

25 kílómetra boðhlaup er nýjung á mótinu í ár. Sú braut liggur í gegnum Reykjadalinn, upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert