Íslenskunni stafar bráð hætta af netinu - myndband

Jóhannes B.Sigtryggsson málfræðingur útskýrir fyrir bandarískum blaðamanni hvernig ný íslensk …
Jóhannes B.Sigtryggsson málfræðingur útskýrir fyrir bandarískum blaðamanni hvernig ný íslensk orð verða til. Skjáskot/ Facebook

Fréttaveitan Quartz News hefur gert myndband um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu á stafrænni öld. Birtur er fjöldi viðtala við Íslendinga um þetta málefni. 

„Eftir því sem líf okkar færist meira á netið skapast meiri hætta á útrýmingu fjölmargra tungumála, þar á meðal íslensku,“ segir í fréttinni. 

Blaðamaður ræðir meðal annars við Jóhannes B. Sigtryggsson, málfræðing á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og fjallar um hvernig Íslendingar búa til ný orð yfir nýja tækni. 

Myndskeiðið má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert