Mest fjölgun hlutfallslega í Mýrdal

Hlutfallslega fjölgaði íbúum í Mýrdal mest.
Hlutfallslega fjölgaði íbúum í Mýrdal mest. Ljósmynd/Þórir Níels Kjartansson

Á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. september síðastliðinn varð hlutfallsleg mest fjölgun í sveitarfélögum á landinu í Mýrdalshreppi eða um 9,1% en íbúum þar fjölgaði úr 626 í 683.

Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum hlutfallslega mest í Mosfellsbæ eða um 6,3%, sem er fjölgun um 663 einstaklinga.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði mest eða um 1.370, sem er 1,1% fjölgun. Reykjanesbær kom næst með fjölgun um 925 einstaklinga, sem er 5,2%.

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Reykhólahreppi eða um 9,7% og í Norðurþingi um 7,3%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka