Fiskiteljarar með myndavél eru komnir í þrjár laxveiðiár, en þannig ætlar Hafrannsóknastofnun að fylgjast með áreiðanleika erfðablöndunar frá sjókvíaeldi.
Með myndum má greina hvort eldislax hafi farið í ár. Opinn aðgangur er að þessu á netinu, en myndavélar eru nú í Laugadalsá í Djúpi, Krossá á Skarðsströnd og Vesturdalsá í Vopnafirði.
Í umfjöllun um rannsóknir þessar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að unnið er að fleiri aðgerðum, meðal annars að hægt verði að greina eldislaxa með DNA.