Rifta samningi við Arnarlax

Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið.
Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara hefur tekið þá ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax frá 20. ágúst, m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn að sögn lögmanns klúbbsins.

„Stjórn KM harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar KM að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá lögmanni félagsins. 

Í gær var greint frá því að allir þrett­án kokka­landsliðsmenn­irn­ir hefðu ákveðið að draga sig út úr ­landsliðinu. Með því vildu þeir mót­mæla þeirri ákvörðun stjórn­ar landsliðsins að gera samning við Arn­ar­lax sem fram­leiðir lax í opnu sjókvía­eldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert