Samstarf VR, Eflingar og SGS til umræðu

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/​Hari

Stjórn Efl­ing­ar hef­ur sýnt áhuga á að kanna grund­völl til sam­flots við VR og SGS. Álykt­un þess efn­is kom fram á stjórn­ar­fundi Efl­ing­ar í gær en greint er frá þessu á heimasíðu Efl­ing­ar

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, tek­ur tíðind­un­um fagn­andi og seg­ir gott sam­band hafa mynd­ast milli nýrr­ar for­ystu VR og Efl­ing­ar. 

Í svari Sól­veig­ar við álykt­un­inni kom m.a. fram: „Með sam­floti SGS og VR eða Lands­sam­bands versl­un­ar­manna yrði til mögu­lega öfl­ug­asta banda­lag sem sést hef­ur í kjara­samn­ing­um á Íslandi. Ég trúi því heitt og inni­lega að sam­hljóm­ur­inn milli Efl­ing­ar og VR sé eitt­hvað sem eigi einnig að nást inn­an lands­sam­band­anna enda stönd­um við alltaf sterk­ari sam­einuð.“

Að því er fram kem­ur á heimasíðu Efl­ing­ar er það mat stjórn­ar fé­lags­ins að slíkt sam­flot, á grunni mál­efna­legs sam­hljóms, myndi færa verka­lýðshreyf­ing­unni mik­inn styrk og slag­kraft í viðræðum við bæði at­vinnu­rek­end­ur og stjórn­völd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert