Samstarf VR, Eflingar og SGS til umræðu

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/​Hari

Stjórn Eflingar hefur sýnt áhuga á að kanna grundvöll til samflots við VR og SGS. Ályktun þess efnis kom fram á stjórnarfundi Eflingar í gær en greint er frá þessu á heimasíðu Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur tíðindunum fagnandi og segir gott samband hafa myndast milli nýrrar forystu VR og Eflingar. 

Í svari Sólveigar við ályktuninni kom m.a. fram: „Með samfloti SGS og VR eða Landssambands verslunarmanna yrði til mögulega öflugasta bandalag sem sést hefur í kjarasamningum á Íslandi. Ég trúi því heitt og innilega að samhljómurinn milli Eflingar og VR sé eitthvað sem eigi einnig að nást innan landssambandanna enda stöndum við alltaf sterkari sameinuð.“

Að því er fram kemur á heimasíðu Eflingar er það mat stjórnar félagsins að slíkt samflot, á grunni málefnalegs samhljóms, myndi færa verkalýðshreyfingunni mikinn styrk og slagkraft í viðræðum við bæði atvinnurekendur og stjórnvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert